Gosið og ímynd Íslands

Gosið á Fimmvörðuhálsi, sem sumir kalla "túristagos" verður mjög góð landkynning til lengri tíma litið! Til skemmri tíma eru áhrifin þau að;
a) einstaka aðilar verða hræddir við að koma til landsins (örfáir hópar hafa afpantað ferðir)
b) margfalt fleiri vilja koma fljótt til að skoða þetta, svo sem í helgarferðir, mikil lyftistöng því t.a.m. fyrir jeppa-, þyrlufyrirtækin og hótel einkum á Suðurlandi
c) Ísland hefur verið mjög mikið í fréttum erlendis vegna gossins sem er frábær landkynning og í raun til lengri tíma litið milljarða virði!
Á forsíðu www.vistorsguide.is  -  er hægt að tengjast myndavél með beinni útsendingu frá gosinu.
Eldgosið hefur í raun "hraunað" yfir umræðuna og ímyndina í nokkrum löndum nærri okkur (meðal ákveðins hóps amk.) - um Icesave og "Bank Crisis in Iceland". Það kom því kannski eins og "himnasending" og einnig hvíld fyrir almenning á Íslandi frá Icesave.
Ímyndar og landkynningarmálið er undirrituðum sérlega hugleikið sökum rannsóknar og stefnumótunar 1997-98 á ímynd Íslands og íslenskra vara og þjónustu erlendis. Meðal annars könnun meðal 600 einstaklinga í Danmörku og Svíðþjóð, 5 þarlendra fyrirtækja og 15 fyrirtækja á Íslandi. Einnig stefnumótunartillögur sem meðal annars fólu í sér stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs á hálendinu (unnið uppúr tillögum Sverris Sveins Sigurðarsonar um það efni frá 1996), stóraukna samvinnu aðila í markasmálum sbr. klasa, og margt fleira.  Nokkrar greinar birtust í Morgunblaðinu um efnið og viðbótarkannanir sem NETIÐ hefur gert á þessu málefni sjá http://netid.is/imynd/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband