4.4.2012 | 19:04
Mið Austurlönd, Líbanon, Sýrland og Jórdanía, Palestína auk Ísrael
Eftir vel heppnaða ferð 2010, lagði ég leiðina til Arabalandana í Febrúar 2011 í 3ja vikna ferð, þar sem ég var einn á ferð, en hitti svo Helga ferðafélaga minn í Ísrael þar sem var síðustu 9 dagana. Fór á milli 3ja landamæra,sem gat tekið sinn tíma og heimsótti allar höfuðborgirnar, breiddi aðeins út byltingarandann o.fl. Skrifaði um ferðina grein og myndir auk sjónvarpsviðtals.
Minni hér loks á blogginu á þessar greinar og myndir. Var fróðlegt að fara á milli þessara landa og heimsækja þau eftir að hafa verið í Ísrael árið áður. Var meðal annars rændur í Líbanon af einum innfæddum sem gerði sig vinalegan við mig! Náði honum og vitorðsmanni hans eftir smá hasar, ryskingar o.fl. þar sem ég hljóp vitorðsmanninn uppi.
Var ágætt að koma til Ísrael eftir Arabalöndin, vestrænna þar og gaman að sjá kvenfrelsið þar, m.a. tekin í talsverða yfirheyrslu af innfæddri í öryggisgæslu á landamærunum. Heimsótti einnig í Jórdaníu SOS barnaþorp sem fyrirtæki okkar styrkir og svo fór ég í góða dagsferð frá Ísrael yfir til Ramallah á Vesturbakkanum.
Á www.Visitorsguide.is,dk,no,es,it ... eða hverri sem er af vefsíðum okkar eru upplýsingar um ferðina og myndir. Fjórar efstu greinarnar og myndir.
Set fljótlega inn upplýsingar um ferðina 2012 til suðaustur Asíu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.