Tölur og ábyrgð

Erlendar skuldbindingar Íslands voru   12.000.000.000.000 ( Tólf þúsund milljarðar )
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans            500.000.000.000  ( Fimm hundruð milljarðar)  

Erlendar skuldbindingar nema því 24 földum gjaldeyrisvaraforða landsins.  Talan er heildarskuldir þjóðarbússins þar með talið banka, fyrirtækja og einstaklinga. Eignir koma að sjálfsögðu á móti þessu.  Skuldir bankanna eru yfir 50% af þessari tölu!
Eiginfjárhlutfall hinna mjög svo skuldsettu íslensku banka var eftirfarandi þann 30.júní; Kaupþing 11,2%, Glitnir 11,2%, Landsbankinn 10,3% og Straumur 25,4% (heimild: Vilhjálmur Bjarnason). 

Ástæður hrunsins
Stærsta orsökin eru hamfarir sem riðið hafa yfir alþjóða hagkerfið- fjármálakreppa.  Í okkar litla og opna hagkerfi var bankakerfið gríðarlega stórt hlutfall af landsframleiðslu eða um 12,5 sinnum landsframleiðsla, til samanburðar er Írlands 2 sinnum og Bretland 4 sinnum.  

Annað atriði ber að nefna sem er að eigendur viðkomandi banka hafa látið bankana lána sínum fyrirtækjum gríðarlegar upphæðir (hér er ekki sagt að kjör á viðkomandi lánum hafi verið óeðlileg, slíkt þarf þó að rannsaka betur), mikið af því er í svokölluðum Sjóðsbréfum. 

Hverjir eru ábyrgir?

  1. Bankastjórar viðkomandi banka
  2. Eigendur og stjórnir - sem eru yfir viðkomandi bankastjórum:
    a)  Glitnis
    b)  Landsbankans
    c)  Kaupþing
  3. Fjármálaeftirlitið
  4. Seðlabankinn
  5. Ríkisstjórnin sem "yfirmaður"  3. og 4.
  6. Orð Seðlabankastjóra í hita leiksins voru mjög óábyrg, þrátt fyrir sannleikskorn í mörgu.
  7. Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands orð hans voru olía á eldinn og áttu þátt í að Kaupþing banki varð yfirtekinn af ríkinu.

    Ímynd Íslands erlendis hefur beðið mikin álitshnekk samfara þessum hörmungum.  Þessir atburðir eru auðvitað ekki einskorðaðir við Ísland til að mynda voru þrír helstu bankar Bretlands þjóðnýttir að hluta í dag mánudaginn 13.október. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband