Ímynd Íslands og Reykjavíkur stefnumótunartillögur

 Þe Þessi grein birtist í Morgunblaðinu vorið 2006. Það tekur langan tíma að byggja upp ímynd þjóðar, en að sama skapi er hún brothætt og getur skaðast á stuttum tíma.  Dæmi eru áhrif skopmynda Jyllands-posten af Múhaðmeð spámanni en talið er að dönsk fyrirtæki muni tapa milljörðum króna vegna áhrifa myndbirtingana og ímynd Dana og danskra vara hefur beðið hnekk á alþjóðavettvangi. Það er mikilvægt að Ísland aðgreini sig frá samkeppnislöndunum. Markmið okkar ætti að vera Ísland sé þekkt erlendis sem land hreinleika og ósnortinnar náttúru.  Reykjavíkurborg gæti orðið þekkt sem hreinasta höfuðborg Evrópu sem myndi meðal annars vega upp á móti þeirri ímynd sem hún nú hefur sem skemmtanaborgin mikla, eins og niðurstöður könnunar Netsins um ímynd Íslands og Reykjavíkur sýndi. Sú grein birtist í Morgunblaðinu í nóvember 2004, einnig  niðurstöður rannsóknar fyrirtækisins meðal 600 neytenda á Norðurlöndunum um ímynd Íslands.  Eldri greinar um málefnið eru á vefsíðunni www.netid.is. 

Hrein torg - fögur borg
"Hrein torg fögur borg" var höfundi innrætt í æsku.  Reykjavíkurborg hefur alla burði til þessa verkefnis og  með réttri vinnu fagmanna, til að mynda í stefnumótun og markaðsmálum er hægt að skapa Íslandi og Reykjavík enn verðmætari sess erlendis. Í framkvæmd yrði að setja lög og reglur þegar hverskonar sóðaskapur er viðhafður svo sem rusli og sígarettustubbum hent á götum, flöskur mölvaðar og svo framvegis. Höfundi er minnistætt frá ferð til Flórída hve allt var hreint, en skilti þar boða 50 dollara sekt við að henda rusli á götur. Slagorð Reykjavíkurborgar gæti með tíð og tíma orðið  "Pure energy in Europe's cleanest capital!". Ímynd borgarinnar yrði þá skemmtileg, hrein og fögur.

 Styrkleikar og markaðsbreytur Íslands og höfuðborgarinnar
Umhverfi okkar og náttúran er dýrmætasta auðlind landsins, og dregur flesta ferðamenn til landsins.  Eftirfarandi atriði önnur aðgreina Ísland og Reykjavík og má nýta sem markaðsbreytur:
1. Náttúruauðlindir eins og jarðvarmi - Ein okkar allra dýrmætasta og aðgreinandi náttúruauðlind er jarðvarminn og heita vatnið. Auk Bláa Lónsins eru og verða sundlaugarnar einn af hornsteinum í ímynd Reykjavíkur og Íslands. Engin borg býður upp á (“spa”) heitar sundlaugar, heita potta, gufubað, heitar sturtur og margt fleira fyrir tæpar fjórar evrur.
2. Hreinleiki - Hreint land og bæir er nauðsynlegur grundvöllur fyrir mögulegan sess Reykjavíkur sem hreinasta höfuðborg í Evrópu. Sveitarfélög ættu að setja sér stefnumótandi markmið í þeim tilgangi.Tækifæri eru til staðar sem ættu að geta gert Reykjavik að hreinustu höfuðborg í Evrópu eða jafnvel í heimi!
3. Skemmtanir, næturlíf, afþreying og menning - Reykjavík hefur þegar skapað sér sess sem skemmtanaborg sem býður einnig upp á mikla afþreyingarmöguleika í næsta nágrenni eins og náttúru-,  jeppa-, jökla- og hestaferðir. Reykjavíkurborg státar einnig af mörgum og merkilegum söfnum og það sama á við víða á landsbyggðinni.

4. Gæði veitingastaða - Fyrsta flokks veitingastaðir eru í Reykjavík og standast samanburð við hvaða land sem er. Ákveðin offjárfesting er þó í atvinnugreininni. Hátt áfengisgjald og hráefnisverð kemur sér einnig illa varðandi samkeppnishæfni Reykjavíkur, ekki síst við samkeppnisborgir, til að mynda í Austur-Evrópu.

  

Þróun nýrra auðlinda og samkeppnishæfni
Rannsóknin á Norðurlöndunum sýndi að svarendur tengja Ísland frekar við hreina náttúru en stórfenglega, en þann sess hefur Noregur í huga þeirra. Íslendingar eiga nú stærsta þjóðgarð í Vestur-Evrópu, Vatnajökulsþjóðgarð.  Með slíkt áþreifanlegt tákn fyrir hreina og ósnortna náttúru er auðvelt að vekja áhuga fjölmiðla á að fjalla um landið og sannfæra almenning erlendis um að gæði eru einkennandi fyrir landið, íslenska framleiðslu og þjónustu. Myndin sýnir þjóðgarðinn og þau svæði sem nú eru vernduð, áhugaverð svæði og nýjar hugmyndir að verndarsvæðum. Tillögurnar varðandi þjóðgarð og hornstein voru settar fram í stefnumótunarhluta rannsóknarinnar frá 1998.  Hugmyndir okkar tóku ekki afstöðu með ákveðnum sjónarmiðum, hvorki eindreginnar náttúrverndar né óheftrar orkunýtingarstefnu, þar sem gert er ráð fyrir að virkjanir séu staðsettar fyrir utan friðaða svæðið.


Mannauðurinn á svo uppsprettu sína í landi hreinleikans! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband